Glerbrot í rauðkáli
Frétt -
20.12.2012
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar í gegnum heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um innköllun á rauðkáli af markaði. Glerbrot fannst í einu tilfelli og var því ákveðið að innkalla eina framleiðslulotu til verndar neytendum. Einungis er um að ræða innköllun á framleiðslulotu merktri best fyrir dagsetningu 15.11.2014.
- Vöruheiti: HEIMA Rauðkál
- Strikamerki: 5690350050999
- Nettóþyngd: 1010g
- Best fyrir dagsetning: 15-11-2014
- Dreifing: Verslanir Hagkaupa, Bónusar og Stórkaups.