Gjald vegna dýraeftirlits
Matvælastofnun hefur sett fram tímabundið gjald vegna eftirlits með sauðfé og hrossum. Mun þetta gjald gilda þar til áhættuflokkun hefur verið tekin upp sem áætlað er að verði um næstu áramót.
Gjaldið byggir á tímagjaldi skv. 8. gr. reglugerðar nr. 567/2012 um gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. Gjaldið er í samræmi við aðra gjaldskrá vegna eftirlits með dýrum, s.s. vegna nautgripa, svína o.fl. Við útreikning á gjaldinu er stuðst við tiltekna verkþætti sem tengjast eftirlitinu, s.s. undirbúning, aksturstíma, eftirlit á staðnum, frágang og skýrslugerð. Til viðbótar við neðangreint gjald bætist við fast akstursgjald skv. ákvæðum 8. gr.
Gjaldið fyrir hverja eftirlitsheimsókn er svohljóðandi:
Sauðfé | Hross | |||
Fjöldi | Gjald | Fjöldi | Gjald | |
<50 |
16.696 | <10 |
12.522 | |
51-200 |
20.870 | 11-50 |
16.696 | |
201-600 |
25.044 | 51-100 |
20.870 | |
>600 | 29.218 | >100 |
25.044 |
Frétt uppfærð 06.06.14