Fara í efni

Galli í dósum með bökuðum baunum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á bökuðum baunum vegna galla í dósum.

 

 

  • Vöruheiti:  Crosse & Blackwell Baked beans 
  • Strikanúmer:  05000117088873 
  • Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Ísland verslun hf. 
  • Auðkenni/skýringartexti: Galli við húðun á innra byrði umbúða, en staðfest er að á því er ryð. 
  • Framleiðsluland:  Bretland 
  • Laga- /reglugerðarákvæði: a)- og c) liðir 8. gr. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. 
  • Áætluð dreifing innanlands: Verslun Iceland í Engihjalla 8 og fyrrum verslun Iceland á Fiskislóð 3.

Viðskiptavinum er bent á að fá vörunni skipt í verslun Iceland, Engihjalla 8.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?