Fara í efni

Gagnagrunnurinn ÍsLeyfur tekinn í notkun

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Nýr leyfis- og eftirlitsgagnagrunnur, ÍsLeyfur, hefur verið tekinn í notkun hjá Matvælastofnun. Grunninum er ætlað að halda utan um útgefin leyfi og eftirlit í matvælaiðnaðinum. Allar skýrslur verða sendar rafrænt og hafa viðskiptavinir aðgang að sínum skýrslum á vefnum.  Eftirlit með fiskvinnslum verður fyrst til að nota gagnagrunninn og síðan munu önnur svið fylgja í kjölfarið: fóður, kjöt o.s.frv.

Gagnagrunnurinn er aðgengilegur á vef Matvælastofnunar hægra megin á forsíðu og er aðgangsstýrður.


Getum við bætt efni síðunnar?