Fara í efni

Fundur um útflutning fiskafurða – ný vottorðagátt

Matvælastofnun heldur opinn upplýsingafund um útflutning fiskafurða og nýja vottorðagátt fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13.

Megintilefni fundarins er nýtt vottorðakerfi eða vottorðagátt sem tekin verður í notkun í desember 2023.

Tilgangurinn með nýju fyrirkomulagi er að einfalda umsóknar- og afgreiðsluferlið.

Á kynningunni verður farið yfir almenn atriði varðandi vottorðaútgáfu, lagalegan grundvöll vottunar, dagsetningar útgáfu o.fl.

Um er að ræða mikilvægar upplýsingar fyrir öll sem koma að útflutningi fiskafurða þar sem vottorða er krafist, hvort sem um er að ræða framleiðendur, miðlara eða farmflytjendur. Hagaðilar og aðrir áhugasamir um málefnið eru því hvattir til að sækja fundinn.

Fundurinn verður haldinn á Teams, sjá hlekk hér að neðan:

Hlekkur á fundinn


Getum við bætt efni síðunnar?