Fundað um díoxín og framtíð búskapar í Skutulsfirði
Frétt -
01.04.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun (MAST) boðaði í dag til fundar með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands, samtökum afurðasölufélaga og Umhverfisstofnun þar sem sérfræðihópur kynnti áfangaskýrslu um áhrif díoxínmengunar á framtíð búskapar í Engidal í Skutulsfirði. Niðurstaða fundarins og sérfræðihópsins var sú að markaðssetning búfjárafurða af þessu svæði sé ekki ásættanleg og að skoða verði framtíð búskapar á svæðinu í því ljósi.
Til að taka afstöðu til
framtíðaraðgerða á svæðinu var ákveðið að þegar yrði boðað til fundar
með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, umhverfisráðuneytinu, MAST,
Umhverfisstofnun, Bændasamtökum Íslands, fulltrúum bænda á svæðinu og
Ísafjarðarkaupstað.
|
|
Matvælastofnun mun
senda búfjáreigendum í Skutulsfirði bréf þar sem þeim er kynnt að
stofnunin hyggist setja áframhaldandi bann við sölu og dreifingu
búfjárafurða vegna díoxínmengunar þar til sýnt hefur verið fram á að
afurðir standist kröfur um leyfileg mörk fyrir slík efni. Meðfylgjandi er áfangaskýrsla sérfræðihópsins sem fjallaði um málið. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hreinsson, sérgreinadýralæknir heilbrigðiseftirlits hjá MAST. |
Ítarefni
- Skýrsla um áhrif díoxínmengunar á framtíð búskapar í Engidal í Skutulsfirði
- Glærur og upptaka frá fræðslufundi MAST um díoxín 30. mars 2011