Fara í efni

Fundað um díoxín og framtíð búskapar í Skutulsfirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun (MAST) boðaði í dag til fundar með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands, samtökum afurðasölufélaga og Umhverfisstofnun þar sem sérfræðihópur kynnti áfangaskýrslu um áhrif díoxínmengunar á framtíð búskapar í Engidal í Skutulsfirði. Niðurstaða fundarins og sérfræðihópsins var sú að markaðssetning búfjárafurða af þessu svæði sé ekki ásættanleg og að skoða verði framtíð búskapar á svæðinu í því ljósi.


Til að taka afstöðu til framtíðaraðgerða á svæðinu var ákveðið að þegar yrði boðað til fundar með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, umhverfisráðuneytinu, MAST, Umhverfisstofnun, Bændasamtökum Íslands, fulltrúum bænda á svæðinu og Ísafjarðarkaupstað.



  
Matvælastofnun mun senda búfjáreigendum í Skutulsfirði bréf þar sem þeim er kynnt að stofnunin hyggist setja áframhaldandi bann við sölu og dreifingu búfjárafurða vegna díoxínmengunar þar til sýnt hefur verið fram á að afurðir standist kröfur um leyfileg mörk fyrir slík efni.

Meðfylgjandi er áfangaskýrsla sérfræðihópsins sem fjallaði um málið. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hreinsson, sérgreinadýralæknir heilbrigðiseftirlits hjá MAST.

Ítarefni





Getum við bætt efni síðunnar?