Frestur til þess að skila haustskýrslu framlengdur til 3. desember
Frétt -
30.11.2018
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
vekur athygli á að frestur til þess að skila haustskýrslum hefur verið framlengdur til miðnættis næstkomandi mánudags. Vegna breytinga á skráningum hrossa á árinu munu umráðamenn hrossa áfram geta skilað haustskýrslum, en þó aðeins í gegnum heimarétt WorldFengs til og með 20. desember 2018.
Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir stendur til boða þjónusta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML.