Framleiðsla drykkja án starfsleyfis
Frétt -
02.03.2015
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um innköllun á innlendum drykkjum vegna framleiðslu án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að fullyrða að vörurnar séu öruggar til neyslu.
- Vöruheiti: Energy for you Nanoclustered og Wayback Water-Energy for you Nanoclustered Water
- Framleiðandi: Energy for you ehf., Marteinslaug 3, 113 Reykjavík.
- Framleiðsluland: Ísland
- Lýsing: Plastflöskur
- Best fyrir dags.: Allar dagsetningar
- Dreifing: Heilsutorg Blómavals og Lyfsalinn Glæsibæ
Þeir sem kunna að hafa þessa vöru undir höndum er bent á að neyta hennar ekki heldur farga henni eða skila til þeirrar verslunar sem hún var keypt í gegn endurgjaldi.