Fara í efni

Fræðslufundur: Umgengni og hreinlæti í íslenskum fiskvinnslum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun heldur fræðslufund um umgengni og hreinlæti í íslenskum fiskvinnslum þriðjudaginn 28. október 2008 kl. 15.00-16.00.Á fundinum verða kynntar niðurstöður úr könnun á umgengni og hreinlæti í íslenskum fiskvinnslum sem framkvæmd var af Fiskistofu og birt var í skýrslu árið 2007.

Ákveðnir þættir í umgengni og hreinlæti voru ekki fullnægjandi. Fjallað verður um þau atriði sem nauðsynlegt er að bæta og hvaða leiðir hægt er að fara.

Fyrirlesari er Guðjón Gunnarsson fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun.

Fundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23 og er opinn almenningi. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). 


Getum við bætt efni síðunnar?