Fara í efni

Fræðslufundur um búfjárhald í Vestmanneyjum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun og Vestmannaeyjabær boða til fundar með búfjáreigendum í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 26. janúar n.k. vegna búrfjárhalds í Vestmannaeyjum. Á fundinum verður m.a. fjallað um skyldur búfjáreigenda gagnvart skráningum og merkingum, auk kynningar á helstu nýjungum í reglugerð um velferð sauðfjár

Óðinn Jóhannsson, dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar í Suðurumdæmi og Sigrún Bjarnadóttir, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun, verða með framsögu á fundinum. Málefni fundarins eru: 

  1. Aðbúnaðar- og beitarmál búfjár í Heimaey
  2. Úteyjabúskapur – kröfur og undanþágur samkvæmt reglugerð um velferð sauð- og geitfjár
  3. Merkingar búfjár samkvæmt reglugerð
  4. Skráningar búfjár/umráðamanna samkvæmt lögum um búfjárhald
  5. Önnur mál

Fundurinn verður haldinn í Sagnheimum, Pálsstofu, kl. 17:00. Fundurinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir!


Getum við bætt efni síðunnar?