Fara í efni

Fræðslufundur: salmonella

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun heldur fræðslufund um salmonellu í fóðri, búfé og matvælum þriðjudaginn 24. febrúar 2009 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verður fjallað um salmonellu á Íslandi, þróunina undanfarin ár, stöðuna í dag og framtíðarhorfur á öllum stigum fæðukeðjunnar allt frá dýrafóðri að tilbúnum matvælum.

Á árinu 2008 greindist salmonella í auknum mæli í sýnum í fóðurstöðvum og í svína- og alifuglaeldi við reglubundna vöktun Matvælastofnunar. Salmonellu-tilfelli komu einnig upp í hrossum og ávallt er hætta á að sýkillinn komi upp í öðrum dýrum eða matvælum, innlendum sem innfluttum. Sýkillinn getur borist í menn við neyslu á menguðum matvælum og með snertingu við sýkt dýr með tilheyrandi heilsuspillandi áhrifum. Það er því full ástæða til að standa vörð um góða stöðu salmonellu hér á landi og að bregðast við aukinni tíðni með nauðsynlegum úrbótum. 

Á fundinum verður einnig fjallað um matvælafrumvarpið og viðbótartryggingar vegna salmonellu.

Fyrirlesarar:

    Sigurborg Daðadóttir, gæðastjóri hjá Matvælastofnun
    Konráð Konráðsson, dýralæknir svínasjúkdóma hjá Matvælastofnun
    Þuríður E. Pétursdóttir, fóðursérfræðingur hjá Matvælastofnun


Erindin verða haldin í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin). Allir velkomnir!

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?