Flutningar yfir varnarlínur vegna eldgoss í Eyjafjallajökli
Leiðbeiningar hafa verið birtar um flutning á lifandi
sauðfé og nautgripum, heyi, hálmi og korni inn og út af svæðinu milli
Markarfljóts og Sandgígjukvíslar (Markarfljótslínu og
Skeiðarársandslínu). |
||||
Lifandi sauðfé og nautgripir
Sækja skal um leyfi til flutnings á lifandi sauðfé og nautgripum útaf svæðinu milli Markarfljóts og Sandgígjukvíslar með eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar www.mast.is undir liðnum eyðublöð á vinstri væng síðunnar. Einnig má hringja til Matvælastofnunar í síma 530-4800 og fá eyðublöðin send, eða nálgast þau á Austurvegi 64 á Selfossi.
|
||||
Hey og hálmur
Sækja skal um leyfi til flutnings á heyi og hálmi inn og útaf svæðinu milli Markarfljóts og Sandgígjukvíslar með eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar undir liðnum eyðublöð á vinstri væng síðunnar. Einnig má hringja til Matvælastofnunar í síma 530-4800 og fá eyðublöðin send, eða nálgast þau á Austurvegi 64 á Selfossi.
Korn
Engar takmarkanir eru á flutningi korns.
Katrín Andrésdóttir héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmi (530-4800) Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmi (487-4638) Þorsteinn Ólafsson sérgreinadýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá Matvælastofnun (530-4800).
|