Fara í efni

Flutningar yfir varnarlínur vegna eldgoss í Eyjafjallajökli

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Leiðbeiningar hafa verið birtar um flutning á lifandi sauðfé og nautgripum, heyi, hálmi og korni inn og út af svæðinu milli Markarfljóts og Sandgígjukvíslar (Markarfljótslínu og Skeiðarársandslínu).

Lifandi sauðfé og nautgripir


Sækja skal um leyfi til flutnings á lifandi sauðfé og nautgripum útaf svæðinu milli Markarfljóts og Sandgígjukvíslar með eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar www.mast.is undir liðnum „eyðublöð“ á vinstri væng síðunnar. Einnig má hringja til Matvælastofnunar í síma 530-4800 og fá eyðublöðin send, eða nálgast þau á Austurvegi 64 á Selfossi.


Hey og hálmur


Sækja skal um leyfi til flutnings á heyi og hálmi inn og útaf svæðinu milli Markarfljóts og Sandgígjukvíslar með eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar undir liðnum „eyðublöð“ á vinstri væng síðunnar. Einnig má hringja til Matvælastofnunar í síma 530-4800 og fá eyðublöðin send, eða nálgast þau á Austurvegi 64 á Selfossi.


A. Heimilt er að flytja hey og hálm inn á svæðið af eftirtöldum svæðum (græn svæði):


· Öllum líflambasvæðum:


Svæði vestan Snæfellslínu (liggur úr Skógarnesi um Ljósufjöll í Álftafjörð).

Svæði milli Kollafjarðarlínu (liggur úr Kollafirði í Ísafjarðarbotn) og Gilsfjarðarlínu (liggur úr Gilsfirði um Snartartungu í Bitrufjörð).

Þingeyjarsýsluhluti svæðisins milli Fjallalínu (Jökulsá á Fjöllum) og Jökuldalslínu (Jökla og Hálslón).

Svæði milli Breiðamerkursandslínu (Jökulsá á Breiðamerkursandi) og Skeiðarársandslínu (Sandgígjukvísl).


· Eftirtöldum bæjum í Rangárvallasýslu:


Gunnarsholti

Stórólfsvöllum

Borgareyrum


Meginreglur um leyfi til flutnings á heyi og hálmi eru sem hér segir:

A. Heimilt er að flytja hey og hálm inn á svæðið af eftirtöldum svæðum (græn svæði):

• Öllum líflambasvæðum:


    • Svæði vestan Snæfellslínu (liggur úr Skógarnesi um Ljósufjöll í Álftafjörð).
    • Svæði milli Kollafjarðarlínu (liggur úr Kollafirði í Ísafjarðarbotn) og Gilsfjarðarlínu (liggur úr Gilsfirði um Snartartungu í Bitrufjörð).
    • Þingeyjarsýsluhluti svæðisins milli Fjallalínu (Jökulsá á Fjöllum) og Jökuldalslínu (Jökla og Hálslón).
    • Svæði milli Breiðamerkursandslínu (Jökulsá á Breiðamerkursandi) og Skeiðarársandslínu (Sandgígjukvísl).

• Eftirtöldum bæjum í Rangárvallasýslu:


    • Gunnarsholti
    • Stórólfsvöllum
    • Borgareyrum


B. Óheimilt er að flytja hey og hálm inn á svæðið af eftirtöldum svæðum (rauð svæði):

  • Árnessýsla
  • Vestur-Húnavatnssýsla
  • Austur-Húnavatnssýsla
  • Skagafjarðarsýsla
  • Austurland sunnan Smjörfjallalínu og norðan Hamarsfjarðarlínu


C. Flutningur á heyi og hálmi inn á svæðið af öðrum svæðum á landinu er háð mati Matvælastofnunar í hverju tilviki fyrir sig (gul svæði).

Korn


Engar takmarkanir eru á flutningi korns.


Nánari upplýsingar veita:

Katrín Andrésdóttir héraðsdýralæknir Suðurlandsumdæmi (530-4800)

Gunnar Þorkelsson héraðsdýralæknir Vestur-Skaftafellsumdæmi (487-4638)

Þorsteinn Ólafsson sérgreinadýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma hjá Matvælastofnun (530-4800).



Getum við bætt efni síðunnar?