Fara í efni

Flæði efna yfir leyfilegum mörkum í grilltöngum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun bárust upplýsingar í gegnum hraðviðvörunarkerfið Evrópu um matvæli og fóður (RASFF) um flæði efna (PAA - Primary Aromatic Amines) yfir leyfilegum mörkum í tveimur tegundum af grilltöngum. Við nánari skoðun Matvælastofnunar kom í ljós að varan, sem framleidd er í Kína, hafði verið flutt inn til Íslands. Fyrirtækið Ásbjörn Ólafsson ehf. sem flytur inn vöruna hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað allar tangir sem fluttar voru til Íslands frá janúar 2012 og 2013. Tangirnar hafa verið til sölu í fjölmörgum verslunum. 

  • Vöruheiti: Westmann "Classic mini" og "Classic".

Ekki er talin stafa bráð hætta af PAA efnum til styttri tíma en langvarandi snerting við efnin getur verið heilsuspillandi. Neytendur sem keypt hafa vöruna er hvattir til að skila vörunni til verslunar/framleiðanda.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?