Fara í efni

Fjölgun uppboðsmarkaða með greiðslumark mjólkur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Gefin hefur verið út ný reglugerð nr. 239/2014 um fyrirkomulagi uppboðsmarkaða viðskipta með greiðslumark mjólkur. Með reglugerðinni  er uppboðsmörkuðum fjölgað úr tveimur í þrjá á ári hverju. Áfram verða uppboðsmarkaðir haldnir dagana 1. apríl og 1. nóvember eins og verið hefur en við bætist þriðji markaðurinn sem haldinn verður 1. september. Tilboðum vegna uppboðsmarkaðar 1. september skal skila eigi síðar en 25. ágúst en skiladagar tilboða á mörkuðum sem fram fara í apríl og nóvember verða óbreyttir.

Þau viðskipti sem verða með  greiðslumark á uppboðsmörkuðum í apríl og september  ná eingöngu til ónotaðs greiðslumarks seljenda á yfirstandandi framleiðsluári. Viðskipti með greiðslumark á markaði 1. nóvember gilda hins vegar  einungis um  greiðslumark næstkomandi framleiðsluárs.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?