Fara í efni

Fagsviðsstjóri - súnur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling á Áhættumats- og gæðastjórnunarsvið til að starfa við súnur (zoonoses). Um nýtt starf er að ræða og gefst viðkomandi tækifæri til að taka þátt í mótun þess.

 

Helstu verkefni:

 • Samræming aðgerða við súnum.
 • Samskipti við sóttvarnalækni, heilbrigðiseftirlit og aðrar innlendar og erlendar stofnanir.
 • Þátttaka í gerð umsóknar Íslands um viðbótartryggingu vegna salmonellu í búfjárafurðum.
 • Umsjón með skráningum og skýrsluhaldi á súnum.
 • Þátttaka í endurskoðun og viðhaldi viðbragðsáætlunar vegna matarsýkinga og matareitrana.
 • Aðkoma að skipulagi á grunnrannsóknum á súnum.
 • Aðkoma að áætlanagerð og eftirfylgni á reglulegum sýnatökum vegna súna.
 • Önnur verkefni.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í dýralæknisfræði, læknisfræði, örverufræði, matvælafræði eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af vinnu við súnur.
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Skipulags- og samskiptahæfileikar.
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta.


Starfsmaður mun starfa á aðalskrifstofu Matvælastofnunar á Selfossi. Um fullt starf er að ræða og eru launakjör samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurborg Daðadóttir og  Hafsteinn Jóh. Hannesson í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Fagsviðstjóri” eða með tölvupósti á mast@mast.isUmsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2009.


Getum við bætt efni síðunnar?