Fara í efni

Fæðubótarefni sem innihalda hættulegt og óleyfilegt lyfjaefni

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vill vekja athygli á frétt sem birtist á heimasíðu Lyfjastofnunar Danmerkur í lok síðustu viku.

Þar birtir stofnunin lista yfir fjölda vara sem reynst hafa innihaldið efnið Sibutramine, í flestum tilfellum án þess að þess sé getið á umbúðum varanna. Sibutramine er lyf sem var afturkallað af markaði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar árið 2010 vegna alvarlegra aukaverkana einkum tengdum hjarta- og æðakerfi.MAST sagði frá nokkrum þessara vara í frétt á heimasíðu stofnunarinnar þann 28. júlí 2011.


Hér er listin yfir vörurnar fenginn af heimasíðu dönsku Lyfjastofnunarinnar:


 • Acai Berry ABC
 • Ballarina anti-obesity capsules
 • Beautiful Slim Body
 • Botanical Slimming
 • Celerite Slimming Capsules og Celerite Slimming Tea
 • Coffee fitness
 • Diva Slim capsules
 • Expelling Grease Slimming Abdomen
 • Extenze
 • Fashion Slimming Milk Shake
 • Fruits and vegetables lose weight/Qing Qing
 • Green Coffee 800
 • Health Slimming Coffee
 • Herbal Flos Lonicerae (Herbal Xenicol) Natural Weight Loss Formula
 • Hygia Fit
 • II My Body
 • Instant Slim
 • Langli
 • Leisre 18 Slimming Coffee
 • Leisure 18 Slimming Orange juice
 • Li Da Daidaihua
 • Lose Weight Coffee
 • Meizitang Botanical Slimming
 • Miaozi
 • Pearl white slimming capsules
 • ProTrim
 • Reduce Weight Fruta Planta
 • Slimex
 • Slimforte Slimming Capsules og Slimforte Slimming Coffee
 • Slimina Weight Loss
 • Sliming Coffee (brúnar umbúðir)
 • Slimini Slimming Coffie
 • Slimline Soft Gel
 • Slimming Capsules (Natural Max Slimming capsules)
 • Slimming Coffee (rauðar umbúðir)
 • Spirultna (coffee sachet)
 • Sport Burner
 • V12 Fruit Slimming
 • Weight Loss Coffee
 • Ya Buk


Skv. 11. gr. matvælalaga er innflutningur og dreifing matvæla þ.m.t. fæðubótarefna sem innihalda lyf eða lyfjavirk efni, óheimil.  Auk þess er skv.8.gr. matvælalaga óheimilt að markaðssetja matvæli sem eru ekki örugg til neyslu þ.e. heilsuspillandi.

Þessar vörur eru því ólöglegar til innflutnings og markaðssetningar. Samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar eru þessar vörur ekki á markaði hér á landi. Vörurnar eru hinsvegar seldar í póstsölu í gegnum internetið og hefur MAST orðið margra þeirra var í sendingum til einstaklinga, við innflutningseftirlit. 


Matvælastofnun hvetur fólk til að kaupa ekki vörurnar eða neyta þeirra þar sem þær geta verið hættulegar heilsu fólks.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?