Útgáfa á rekstarleyfi Arctic Smolt ehf. að Norðurbotni í Tálknafirði.
Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um að veita Arctic Smolt ehf. Norðurbotni rekstrarleyfi vegna seiðaeldis á landi að Norðurbotni í Tálknafirði. Rekstrarleyfið veitir Arctic Smolt ehf. heimild fyrir eldi með allt að 2.400 tonna hámarkslífmassa. Rekstaraðili hafði áður heimild fyrir seiðaeldi með allt að 1.000 tonna hámarkslífmassa.
Arctic Smolt ehf. sótti um rekstrarleyfi fyrir 2.400 tonna lífmassa þann 5. júlí 2022. Tillaga að rekstrarleyfi var auglýst á tímabilinu 9. apríl til og með 8. maí 2025. Engin athugasemd barst vegna tillögunnar á auglýsingatíma tillögunnar. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfis- og orkustofnunar.
Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.
Ítarefni