Endurnýting eyrnamerkja óheimil
Frétt -
11.05.2023
Matvælastofnun vill árétta að ekki er heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á sauðfé, geitum og nautgripum. Þetta á við öll eyrnamerki, í fullorðna gripi, ungviði (þ.m.t. lömb) og örmerki. Varðandi sauðfé og geitur verður þessu ákvæði fylgt að fullu frá 1. júlí 2024.
Stofnunin hyggst taka þátt í þróun og aðlögun á notkun örmerkja í sauðfé, ásamt hagaðilum.