Eldislaxar í ám á Vestur- og Norðurlandi
Matvælastofnun, Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun hafa unnið saman að rannsóknum og veiði á meintum eldislöxum í nokkrum ám undanfarna daga.
Samtals hafa 19 laxar úr ám á Vestur- og Norðurlandi verið sendir í erfðagreiningu á. Niðurstöður eru komnar úr greiningu 11 laxa sem veiddir voru í Haukadalsá daganna 14. og 15. ágúst sl. og reyndust átta af þeim villtir en staðfest er að þrír laxar eru úr eldi. Átta laxar eru enn í greiningarferli, þar af sjö sem norskir kafarar söfnuðu.
Tilkynning varðandi tvo laxa barst um helgina frá umræddu svæði. Þó svo að ekki sé æskilegt að eldislaxar finnist í ám er núverandi staða ekki talin vera alvarleg þar sem fáir eldislaxar hafa veiðst. Mikilvægt er að fylgjast vel með því hvort fleiri laxar með eldiseinkenni komi fram í ám og veiðimenn eru sérstaklega beðnir að vera vakandi yfir eldiseinkennum á veiddum löxum, sjá hér.
Ef lax með eldiseinkenni veiðist er þess áfram óskað að veiðiaðili skili fisknum í heilu lagi til Hafrannsóknastofnunar til rannsókna og erfðagreiningar.
Stofnanirnar munu í samstarfi birta frekari fréttir eftir því sem ný gögn berast og sér í lagi ef mat á alvarleika stöðunnar breytist.