Egill Steingrímsson nýr sviðsstjóri Matvælastofnunar
Frétt -
29.05.2024
Egill Steingrímsson hefur verið ráðinn sem sviðsstjóri sviðs Samhæfingar hjá Matvælastofnun.
Egill er dýralæknir að mennt og víðtæka reynslu og þekkingu af málefnum stofnunarinnar. Hann hefur starfað áður sem héraðsdýralæknir hjá stofnuninni en hefur undanfarin ár starfað erlendis. Þar hefur Egill starfað hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, sem yfirdýralæknir Grænlands og nú síðast hjá Mattilsynet í Noregi þar sem hann stýrði deild matvælaeftirlits. Egill er afar reyndur stjórnandi og leiðtogi og kemur inn sem öflug viðbót í yfirstjórn stofnunarinnar.
Egill mun hefja störf 1. september næstkomandi.