Fara í efni

Eftirlitsverkefni: Örveruástand í blaðgrænmeti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 
Haustið 2008 kannaði Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna í samvinnu við Matvælastofnun örveruástand á ýmiskonar blaðsalati og kryddjurtum. Tekin voru 85 sýni. Sýnin voru rannsökuð m.t.t. salmonellu og E.coli. Niðurstöður sýndu að ástand þeirra sýna sem tekin voru var almennt gott með tilliti til salmonellu og E. coli. Salmonella greindist ekki í sýnunum en í 9 sýnum af 85 greindist E. coli.
 
Alltaf er einhver hætta á að grænmeti þá einkum blaðgrænmeti sé mengað af E. coli. Uppruni mengunar tengist mengun frá saur dýra við ræktun eða meðhöndlun grænmetis. Neytendur geta minnkað áhættu vegna smits frá E. coli  og salmonellu með því að þvo allt blaðgrænmeti og kryddjurtir fyrir neyslu.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?