Fara í efni

Eftirlitsverkefni: Innihaldslýsingar matvæla

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Nákvæmar upplýsingar um innihald matvæla eru neytendum mikilvægar til að hafa upplýst val og það er öryggisatriði að ofnæmis- og óþolsvaldar séu rétt merktir.  

 

Eftirlitsverkefni eru eitt af þeim tækjum sem eftirlitsaðilar nota til að samræma vinnubrögð og til að beina sjónum að ákveðnum þáttum. Tilgangurinn með þessu eftirlitsverkefni var að kanna hvort matvælafyrirtæki eru með réttar upplýsingar á umbúðum og hvort þau eru með verklag sem stuðlar að því að innihaldslýsingar séu réttar. Verkefnið var unnið á tímabilinu 1. apríl 2011 til 31. desember 2011. Niðurstöður bárust frá fjórum af tíu heilbrigðiseftirlitssvæðum ásamt niðurstöðum úr eftirliti MAST og voru 39 matvörur skoðaðar. 

Svörin í þessari könnun sýna að flestar vörur eru rétt merktar varðandi þau atriði sem spurt er um. En stærstu frávikin eru þau að í fjórðungi fyrirtækjanna vantar verklag sem beinist að því að tryggja að merkingar séu ávallt réttar, í merkingu á fjórðungi skoðaðra matvara vantar að innihaldsefni séu talin upp í réttri röð eftir magni í innihaldslýsingu og í fjórðungi þeirra matvara sem innihalda samsett innihaldsefni eru þau ekki rétt merkt. Í nokkrum tilvikum vantar upplýsingar um innihaldsefni. 

Þar sem þátttaka í eftirlitsverkefninu var ekki mikil er ekki hægt að yfirfæra niðurstöðuna á heildarástand merkinga matvæla í landinu. Niðurstaða könnunarinnar gefur þó vísbendingu um stöðu mála. 
  

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?