Fara í efni

Eftirlit vegna tjóns á sjókvíum Arnarlax

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun fór í eftirlit á starfsstöðvum Arnarlax í Hringsdal í Arnarfirði og Laugardal í Tálknafirði þriðjudaginn 27. febrúar. Niðurstöður eftirlitsins voru eftirfarandi:

  • Arnarlax brást rétt við tjóni á sjókvíum sínum í kjölfar óveðurs 11. febrúar sl. með því að setja af stað verkferla til að koma í veg slysasleppingu og tilkynna tjónið til Matvælastofnunar og framleiðenda búnaðar í samræmi við 30. gr. reglugerðar um fiskeldi.
  • Ekki er talið að hægt hefði verið að koma í veg fyrir tjónið og voru viðbrögð við hæfi miðað við aðstæður.
  • Viðbragðsáætlun Arnarlax er í samræmi við reglugerð um fiskeldi (viðauki III) en fyrirtækið hefur ekki skrifleg veðurfarsleg viðmið um hvenær heimilt er að koma með bát að eldiskví. Matvælastofnun krefst útbóta á því.
  • Krufning á dauðum fiskum sem fluttir höfðu verið úr laskaðri sjókví Arnarlax í Tálknafirði leiddi í ljós einkenni sem benda til blóðeitrunar af völdum sárasýkinga. Við flutninginn úr laskaðri sjókví í aðrar kvíar skaddast fiskurinn á roði, sporði og uggum og verður berskjaldaður fyrir sýklum á roði og í umhverfi hans. Við lágan sjávarhita verða slíkar sýkingar verri. 
  • Afföll fiska í umræddri kví í Tálknafirði voru í upphafi 53.110 fiskar af 194.259. Enn eru fiskar að drepast í stórum stíl úr þeim hópi vegna atviksins og verður umfang ekki ljóst fyrr en eftir nokkra mánuði. Gera má ráð fyrir talsverðum afföllum á þeim tíma. 
  • Geta Arnarlax til að fjarlægja og eyða dauðum fiski á hefðbundin hátt var nægjanleg vegna atvikanna. 
  • Settar hafa verið gúmmíhlífar á króka á handriðum sjókvía til að fyrirbyggja að þeir geti rifið nótarpoka sem lyft hefur verið upp á þá fyrir slátrun, eins og gerðist í Arnarfirði. Verklagsreglur fyrirtækisins hafa verið uppfærðar m.t.t. þess. 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?