Fara í efni

Eftirlit með blóðtökuhryssum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur gefið út skýrslu um eftirlit með velferð hryssna sem notaðar eru til í blóðtöku til vinnslu afurða.

Tíðni eftirlits með blóðtökubæjum er mun hærra en í öðru hrossahaldi en minna er um alvarleg frávik. Hörð viðurlög við alvarlegum frávikum við velferð blóðtökustóða, sem beitt hefur verið á seinni árum, virðast hafa átt mikinn þátt í að tryggja góða fóðrun og umhirðu stóðanna. Engin vísbending er um að blóðmagnið sem tekið er sé of mikið, þar sem ekki koma fram neikvæð áhrif á skilgreinda mælikvarða á heilsu og blóðbúskap hryssnanna. Alvarleg frávik við meðferð hryssna sem komu fram á myndbandi dýraverndarsamtakanna AWF/TBZ kalla hins vegar á viðbrögð og viðbætur við þau skilyrði sem Matvælastofnun setur starfseminni og listuð eru í skýrslunni. Slík frávik hafa ekki sést við eftirlit Matvælastofnunar sem bendir til þess að þau séu fremur fátíð en auk þess má ætla að eftirlitið sem slíkt hafi fælingarmátt gagnvart illri meðferð. Því er tilefni til að auka eftirlit Matvælastofnunar með blóðtökunni, þrátt fyrir góðar eftirlitsniðurstöður á seinni árum.


Getum við bætt efni síðunnar?