Fara í efni

Eftirlit með hollustuháttum matvæla og innflutningi metið

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

   Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti eftirfarandi fréttatilkynningu í kjölfar reglubundinnar eftirlitsheimsóknar stofnunarinnar til Íslands 28. febrúar til 4. mars 2011 varðandi matvæli sem ekki eiga uppruna í dýraríkinu:

Eftirlit og eftirfylgni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga var ábótavant í nokkrum tilvikum. Þetta er megin niðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem birt var s.l. fimmtudag. Skýrslan var unnin í kjölfar reglubundinnar skoðunarferðar sem farin var til Íslands 28. febrúar til 4. mars 2011.

Tilgangur skoðunarinnar var að staðreyna að opinbert eftirlit með hollustuháttum matvæla og innflutningi á matvælum, sem ekki eru af dýrauppruna, væri í samræmi við ákvæði EES-samningsins.

Þrátt fyrir að samræming og samvinna milli Matvælastofnunar (MAST) og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga væri almennt talin skilvirk þá voru nokkrir annmarkar á því eftirliti sem framkvæmt var af heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna:
  • Opinbert matvælaeftirlit í fyrirtækjum var ekki alltaf unnið í samræmi við skjalfestar verklagsreglur og eftirlit ekki alltaf skráð.

  • Kröfum vegna úrbóta var ekki alltaf fylgt eftir t.d varðandi innra eftirlit og almenna hollustuhætti í fyrirtækjum.

  • Förgun/endursending vöru sem ekki uppfyllti reglur var í sumum tilvikum ekki stafest.

  • Ákvæði nýrrar EES-löggjafar um innflutning á matvælum sem eru ekki af dýrauppruna hafði ekki verið að fullu innleidd í íslenskan rétt.

Í skýrslunni er tilmælum beint til íslenskra yfirvalda um að laga þá annmarka sem fundust og til að bæta eftirlitskerfið sem þegar er til staðar.

Í svari íslenskra yfirvalda við drögum að skýrslunni er tímasett úrbótaáætlun. Svarið fylgir með skýrslunni.

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?