Fara í efni

EFSA gagnrýnir rannsókn á erfðabreyttum maís

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að nýleg rannsókn um skaðleg áhrif erfðabreytts maís og illgresiseyðisins Roundup á rottur hafi ekki verið framkvæmd á nægilega vísindalegan hátt til að teljast marktæk til áhættumats. Bráðabirgðaniðurstöður stofnunarinnar eru að framkvæmd rannsóknarinnar sé verulega ábótavant og sér stofnunin ekki ástæðu til þess að endurskoða afstöðu sína til erfðabreytts maís (NK603) eða glýfosats, sem er virka efnið í illgresiseyðinum.

EFSA hefur kallað eftir nánari upplýsingum frá höfundum vísindagreinarinnar um forsendur og framkvæmd rannsóknarinnar til að varpa frekara ljósi á niðurstöður hennar. Stofnunin mun gefa út aðra tilkynningu fyrir lok mánaðarins að lokinni skoðun þeirra gagna sem kunna að berast og mun Matvælastofnun því áfram fylgjast með skoðun EFSA á málinu.

Nánari upplýsingar um niðurstöðu EFSA má finna hér að neðan.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?