Efnaskiptasjúkdómar ógna velferð hrossa
Frétt -
23.08.2024
Efnaskiptasjúkdómar eru vaxandi vandamál í íslenska hrossastofninum með þeim afleiðingum að sífellt fleiri hross líða fyrir hófsperru og fleiri fylgikvilla sem af þeim hljótast.
Eigendur og umráðamenn hrossa þurfa að þekkja til þessara sjúkdóma og hvernig þeir geta beitt fyrirbyggjandi aðgerðum, einkum gegn efnaskiptaröskun í hrossum (EMS).
Fræðslugrein um málefnið var birt í vorhefti Eiðfaxa 2024 (https://eidfaxi.is/efnaskiptafaraldur-ognar-velferd-islenska-hrossastofnsins/).