Dýravelferðarmál kært til lögreglu
Frétt -
13.04.2023
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Í marsbyrjun fundust fimm dauðir kettlingar í lækjarfarvegi í þorpi á Austurlandi. Virðist þeim hafa verið drekkt.
Samkvæmt lögum nr. 55/2013 um velferð dýra er bannað að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Eina undantekningin snýr að minkum en þá má aflífa á þennan hátt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Rétt er einnig að benda á að samkvæmt reglugerð um velferð gæludýra er dýralæknum einum heimilt að aflífa gæludýr nema í neyðartilvikum.
Matvælastofnun hefur óskað eftir opinberri rannsókn lögreglu á þessu kettlingadrápi.