Fara í efni

Dýralæknir á Markaðsstofu Matvælastofnunar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða dýralækni tímabundið til starfa á Markaðsstofu stofnunarinnar með aðsetur í Hafnarfirði. Um fullt starf er að ræða í eitt ár og er æskilegt að umsækjandi geti hafið störf 1. júní nk. Á Markaðsstofu starfa tíu manns. Markaðsstofa fer með málefni inn- og útflutnings dýra, dýraafurða, matvæla sem ekki eru af dýrauppruna, efna í snertingu við matvæli og ýmis önnur verkefni. Viðkomandi dýralæknir vinnur í nánu samstarfi við aðra starfsmenn skrifstofunnar en hefur jafnframt umsjón með tilteknum verkefnum samkvæmt starfslýsingu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit með inn- og útflutningi dýra, erfðaefnis, dýraafurða, notaðra landbúnaðartækja o.fl.
  • Útgáfa innflutningsheimilda
  • Útgáfa opinberra heilbrigðisvottorða
  • Leiðbeiningar um inn- og útflutningsmál dýraafurða, lifandi dýra o.fl.
  • Framkvæmd áhættumats vegna innflutningsmála
  • Samskipti við innlendar og erlendar stofnanir sem tengjast inn- og útflutningseftirliti
  • Fylgjast með smitsjúkdómum í dýrum og dýraafurðum í öðrum ríkjum
  • Fylgjast með löggjöf og þróun á sviði inn- og útflutnings hér á landi og í öðrum ríkjum
  • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð
  • Önnur verkefni á verksviði markaðsstofu
  • Vinna að heilbrigðismálum varðandi markaðsaðgengi til móttökuríkja

Jafnframt felst í starfinu samskipti við aðrar stjórnsýslustofnanir hérlendis og erlendis, inn- og útflytjendur, farmflytjendur, hafnaryfirvöld, flugvallaryfirvöld o.s.frv. 

Hæfnikröfur

Umsækjendur skulu vera dýralæknar. Gerð er krafa um færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku, ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. Nákvæm og fagleg vinnubrögð og geta til að starfa sjálfstætt eru áskilin ásamt góðri framkomu og lipurð í samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu af störfum við opinbert eftirlit. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. 

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2019. Sótt er um starfið í þjónustugátt á vef stofnunarinnar. Ferilskrá, prófskírteini og dýralæknisleyfi skal fylgja umsókn. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu (thorvaldur.thordarson hjá mast.is) og/eða Kristín Hreinsdóttir, mannauðsstjóri (kristin.hreinsdottir hjá mast.is) í síma 530-4800. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.


Getum við bætt efni síðunnar?