Dýralæknaþjónusta í Húnavatnssýslum
Frétt -
04.11.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
![]() |
Matvælastofnun hefur gert þjónustusamning við Dýralæknaþjónustu Stefáns Friðrikssonar ehf. á þjónustusvæði 4 (Húnaþing vestra, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnavatnshreppur). Samningurinn er gerður um almenna dýralæknaþjónustu, sbr. 13. gr. laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og reglugerð nr. 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Stefán Friðriksson er svæðinu kunnugur og hefur áður starfað sem héraðsdýralæknir í Austur-Húnaþingsumdæmi með aðsetur á Blönduósi. |
Með þessum samningi hefur Matvælastofnun lokið við að gera þjónustusamninga við dýralækna á öllum þjónustusvæðum skv. reglugerð nr. 846/2011. Þar með er mikilvægum áfanga náð við að tryggja dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum.
Ítarefni
- Þjónustusamningar um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum - frétt frá 31.10.11