Fara í efni

Dýr í Grindavík

Eftir að eldgos hófst í morgun við Grindavík hafði Matvælastofnun samband við aðgerðastjórn almannavarna og óskaði eftir að farið verði og athugað með dýr í bænum, um leið og hægt er. Aðgerðastjórn brást vel við því.

Stofnunin hefur vitneskju um að farið var aftur með fé til Grindavíkur, sem flutt var brott þegar bærinn var rýmdur í nóvember. Þetta er í andstöðu við leiðbeiningar Matvælastofnunar, sem komið var á framfæri við eigendur. Á það er minnt að að dýr eru algjörlega á ábyrgð eigenda sinna. Það er von Matvælastofnunar að þeim takist að koma dýrunum á öruggan stað í samvinnu við almannavarnir.


Getum við bætt efni síðunnar?