Fara í efni

Dreifingartími kjötmjöls og moltu framlengdur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur með reglugerð framlengt dreifingartíma kjötmjöls og moltu á land sem ætlað er til beitar eða fjölærrar fóðurframleiðslu um einn mánuð. Reglugerðin gefur heimild til að þessum áburðarefnum verði dreift á þetta land fyrir 1. desember ár hvert en það verði eftir sem áður friðað til 1. apríl árið eftir. Ekki er heimilt að bera þessi efni á frosna eða snæviþakta jörð.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?