Fara í efni

Díoxín í fóðri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Á árunum 2003 til 2005 var díoxín markvisst mælt í ýmsum tegundum fóðurs og matvæla hér á landi.  Mælingarnar voru liður í samevrópsku verkefni sem ætlað var að upplýsa um díoxín mengunargildi í þessum vörum.  Aðfangaeftirlitið og embætti yfirdýralæknis voru þátttakendur í þessu verkefni ásamt fleiri íslenskum stofnunum. Aðfangaeftirlitið tók saman yfirlit yfir niðurstöður mælinga í fóðri og fóðurvörum og er það nú aðgengilegt hér hægramegin undir Áburður og Fóður - Fóður - Upplýsingar.

Getum við bætt efni síðunnar?