Breytingar á reglum um merkingu næringargildis matvæla
Evrópusambandið gaf nýlega út tilskipun um merkingu næringargildis matvæla hvað varðar ráðlagða dagskammta (RDS), breytistuðul fyrir orku og nýjar skilgreiningar. Í tilskipuninni er einnig sett fram skilgreining á trefjum. Breytingar verða því gerðar á núgildandi reglugerð nr. 586/1993 um merkingu næringargildis.
Næringargildi er skylt að merkja þegar fullyrðing um næringarfræðilega eiginleika tiltekinnar vöru kemur fram í merkingu, auglýsingu eða kynningu matvæla. Einnig er skylt að merkja næringargildi á umbúðum kjötvara í samræmi við reglur um kjöt og kjötvörur (R331/2005). Að öðru leyti er merkingin valfrjáls. Næringargildi skal gefa upp í 100 g eða 100 ml af vörunni.
Skilgreining á trefjum
Samkvæmt nýrri tilskipun Evrópusambandsins er skilgreining á trefjum eftirfarandi:
Trefjar eru kolvetnafjölliður með þremur eða fleiri einliðum, sem hvorki eru meltanlegar né teknar upp af þörmum mannslíkamans og tilheyra eftirfarandi flokkum:
- Ætar kolvetnafjölliður sem eru náttúrulega til staðar í matvælum.
- Ætar kolvetnafjölliður sem fengnar eru úr hráu fæði með eðlis-, ensím- eða efnaaðferðum og sem sýnt hefur verið fram á með viðurkenndum vísindalegum niðurstöðum að hafi jákvæð lífeðlisfræðileg áhrif.
- Tilbúnar ætar kolvetnafjölliður sem sýnt hefur verið fram á með viðurkenndum vísindalegum niðurstöðum að hafi jákvæð lífeðlisfræðileg áhrif.
Breytistuðlar fyrir trefjar og erytritol
Í tilskipuninni eru gefnir upp breytistuðlar fyrir trefjar og erytritol til að reikna út orkugildi. Breytistuðlarnir eru eftirfarandi:
Trefjar Erytritol |
2 kkal/g og 8 kJ/g 0 kkal/g og 0 kJ/g |
Erytritol er svokallaður pólýóli eða sykur alkóhól (önnur dæmi um sykur alkóhól eru sorbitól og xylitol). Erytritol hefur hingað til verið flokkað með öðrum pólýólum þegar reikna skal út uppgefið orkugildi matvæla. Erytritol inniheldur í raun talsvert minni orku heldur en aðrir pólýólar sem notaðir eru í matvæli og er það ástæðan fyrir breytingunni.
Ráðlagðir dagskammtar vítamína og steinefna
Ráðlagðir dagskammtar eru það magn nauðsynlegra næringarefna sem talið er fullnægja þörfum alls þorra fólks. Þarfir fólks fyrir næringarefni eru mjög breytilegar og því geta RDS gildin ekki sagt til um einstaklingsbundnar þarfir.
Vítamín og steinefni, sem skráð eru í viðauka reglugerðarinnar um merkingu næringargildis og eru í marktæku magni í vöru, skulu merkt í þeim einingum sem fram koma í viðaukanum og einnig sem hundraðshluti af RDS, sem þar er tilgreindur. Almennt skal miðað við 15% af RDS sem marktækt magn vítamína og steinefna í 100 g eða 100 ml vörunnar eða í umbúðareiningu ef hún inniheldur einungis einn skammt.
RDS samkvæmt reglugerðinni eru ekki þau sömu og Lýðheilsustöð - manneldisráð gefur út. Lýðheilsustöð byggir á samnorrænum ráðleggingum (Nordic Nutrition Recommendations) og eru mismunandi eftir aldri og kyni. Hér má sjá ráðleggingar Lýðheilsustöðvar (bls. 29-31): Ráðlegging um um mataræði og næringarefni.
Í merkingum matvæla er skylt að merkja RDS samkvæmt reglugerð um merkingu næringargildis matvæla. Þó er heimilt að vísa einnig í RDS skv. Lýðheilsustöð þar sem það á við um Ísland sérstaklega.
Í nýju tilskipuninni er lista yfir vítamín og steinefni skipt út í reglugerðinni um merkingu næringargildis. Heimilt er að tilgreina þessi vítamín og steinefni ásamt ráðlögðum dagskammti (RDS) í merkingu matvæla. Breytingar á þeim lista eru eftirfarandi:
RDS breytist á eftirfarandi hátt:
Vítamín / Steinefni |
Núgildandi RDS |
Væntanlegt RDS |
Vítamín E |
10 mg |
12 mg |
Vítamín C |
60 mg |
80 mg |
Þíamín |
1,4 mg |
1,1 mg |
Ríbóflavín |
1,6 mg |
1,4 mg |
Níasín |
18 mg |
16 mg |
Vítamín B6 |
2 mg |
1,4 mg |
Vítamín B12 |
1 míkróg |
2,5 míkróg |
Bíótín |
0,15 mg |
50 míkróg |
Fosfór |
800 mg |
700 mg |
Magnesíum |
300 mg |
375 mg |
Sink |
15 mg |
10 mg |
Ný efni á lista ásamt RDS eru eftirfarandi:
Vítamín / Steinefni |
RDS |
Vítamín K |
75 míkróg |
Kalíum |
2000 mg |
Klóríð |
800 mg |
Magnesíum |
375 mg |
Kopar |
1 mg |
Mangan |
2 mg |
Flúroríð |
3,5 mg |
Selen |
55 míkróg |
Króm |
40 míkróg |
Mólýbden |
50 míkróg |
Frestir samkvæmt tilskipun eru eftirfarandi:
|
Gerðina skal taka upp í íslenska löggjöf ekki seinna en 31. október 2009. Aðlögunarfrestur fyrir fyrirtæki skal ekki vera lengri en til 31. október 2012. |