Fara í efni

Bólusetja skal lömb sem heimtast eftir garnaveikibólusetningu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Bólusetning ásetningslamba við garnaveiki á garnaveikisvæðum á að vera lokið fyrir 31. desember. Matvælastofnun minnir bændur á að einnig skal bólusetja öll lömb sem heimtast eftir að búið er að bólusetja fyrir garnaveiki á þeim svæðum þar sem bólusetningar er krafist. Óbólusett lömb geta hæglega smitast af bakteríunni og þannig viðhaldið smiti í umhverfinu í langan tíma. Árangur næst einungis með samstilltu átaki búfjáreigenda, Matvælastofnunar, dýralækna og sveitarfélaga. 


Getum við bætt efni síðunnar?