Fara í efni

Bjórdósir bólgna

Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Cyclopath Pale Ale frá S.B.brugghús vegna þess að bjórdósir geta bólgnað og sprungið. ÁTVR og S.B.brugghús hafa innkallað bjórinn í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vöruheiti: Cyclopath Pale Ale
  • Best fyrir dagsetning/Lotunúmer: 14.6.2023
  • Strikamerki: Á dós: 5694230393046. Á kassa sem geymir 24 áldósir: 5694230393053
  • Framleiðandi:  S.B.brugghús
  • Dreifing:  ÁTVR

VöruheitiFramleiðandi, strikamerkiInnihaldslýsing

Viðskiptavinir sem hafa keypt ofangreinda vöru eru beðnir um að farga vörunni eða skila í næstu
Vínbúð eða í brugghús S.B. Brugghúss, Skipholti 31. Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar ber að viðhafa
fyllstu varúð.

Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?