Fara í efni

Besta "campylobacter - ár" frá upphafi mælinga í kjúklingum. Engin salmonella síðast liðin tvö og hálft ár í alifuglum.

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Nær helmingi færri tilfelli campylobacter hafa greinst í kjúklingum árið 2007 en að meðatali undanfarin sjö ár, eða frá því byrjað var að leita að campylobacter í öllum kjúklingum. Fyrstu 6 mánuði ársins hefurcampylobacter fundist í 21 sláturhópi af 387 sem slátrað hefur verið, eða 5,4%. Vegið meðaltal fyrstu 6 mánaða áranna 2000 til 2006 er hins vegar með 8,9% (Tafla 1). 

 

Einu sinni áður hefur árangur verið viðlíka en það var árið 2003 með 6,2% fyrri hluta ársins en seinni hlutinn varð mun síðri (Tafla 2 og 3). Eins og sjá má í töflu 3 hefur tekist að fækka campylobacter tilfellum með hverju ári og má rekja þann árangur til markvissra aðgerða kjúklingaframleiðenda og opinberra aðila við að halda campylobacter í lágmarki. Þekking á smitleiðum hefur aukist jafnt og þétt og hafa kjúklingaframleiðendur brugðist við með auknum smitvörnum svo sem kostur er. Ætíð ber þó að passa að hrár kjúklingur komist ekki í snertingu við önnur matvæli sem borðuð eru ósoðin, t.d. grænmeti þannig getur smit borist í fólk. Bæði campylobacter og salmonella drepast við venjulega steikingu.

 


Salmonella hefur ekki fundist í tvö og hálft ár í alifuglum eða síðan 2004 og undanfarin 10 ár hefur salmonella verið undir 1% (Tafla 4). Með þessu skipar Ísland sér í fremstu röð meðal þjóða heims hvað varðar öruggi í kjúklingaframleiðslu.


  Sækja skýrslu


Getum við bætt efni síðunnar?