Fara í efni

Bein útsending frá fundi um eftirlitskerfi MAST

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun minnir á opinn fund um eftirlitskerfi stofnunarinnar á morgun, föstudaginn 17. mars, kl. 9-12 hjá Markaðsstofu Matvælastofnunar að Stórhöfða 23 í Reykjavík. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á vef Matvælastofnunar undir Útgáfa - Fræðslufundir og upptaka birt þar að fundi loknum.

Fundurinn er öllum opinn en er sérstaklega ætlaður matvælaframleiðendum sem stofnunin hefur eftirlit með, bændum sem og fyrirtækjum, til að fara yfir framkvæmd eftirlits, eftirfylgni og birtingu niðurstaðna úr eftirliti. Á fundinum verður jafnframt fjallað um uppbyggingu og nýlegar breytingar á skoðunarhandbókum Matvælastofnunar og áhættuflokkun fyrirtækja. Farið verður yfir forsendur og framkvæmd eftirlits og frammistöðuflokkun Matvælastofnunar á fyrirtækjum út frá niðurstöðum eftirlits. Verklag stofnunarinnar við beitingu þvingunar- og refsiúrræða verður kynnt, ásamt upplýsingagjöf út á við um niðurstöður eftirlits og aðgerðir Matvælastofnunar.

Dagskrá

  • 09:00 – 10:00   Skoðunarhandbækur Matvælastofnunar – Jón Ágúst Gunnlaugsson, MAST
  • 10:00 – 10:25   Áhættuflokkun fyrirtækja – Jónína Stefánsdóttir, MAST
  • 10:25 – 10:40   Hlé
  • 10:40 – 10:55   Frammistöðumat á fyrirtækjum – Jón Ágúst Gunnlaugsson, MAST
  • 10:55 – 11:40   Eftirfylgni og beiting þvingunar- og refsiúrræða – Ástfríður Sigurðardóttir, MAST
  • 11:40 – 12:00   Birting á niðurstöðum eftirlits – Jón Ágúst Gunnlaugsson, MAST

Fundargestum gefst kostur á að koma spurningum sínum á framfæri og taka þátt í umræðum. Þátttakendur þurfa ekki að skrá sig og er þátttakan þeim að kostnaðarlausu.

Gengið er inn í húsnæði Markaðsstofu að norðanverðu (Grafarvogsmegin). 

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?