Bann við löndun óslægðs afla dagróðrarbáta um helgar
Frétt -
29.05.2009
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Á
tímabilinu 1. júní til 31. ágúst 2009 er óheimilt að landa óslægðum
fiski af dagróðrarbátum á laugardögum og sunnudögum sbr. 5. tl. 1.
kafla Viðauka 1 og 2. tl. kafla I Viðauka 4 í reglugerð nr. 233/1999, sbr. 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 387/2000.
Matvælastofnun getur veitt undanþágu frá þessu banni verði sýnt fram á með óyggjandi hætti að skilyrði um slægingu í landi séu uppfyllt, eins og kveðið er á um í reglugerðinni.
![]() |
Matvælastofnun
heimilar löndun óslægðs afla af dagróðrarbátum um helgar á fyrrgreindu
tímabili einungis hjá þeim fyrirtækjum sem undirritað hafa yfirlýsingu
þess eðlis að slæging muni fara fram innan 12 stunda frá því að afla er
landað, jafnt um helgar sem aðra daga. Yfirlýsingin skal staðfest af
Matvælastofnun og höfð til sýnis þar sem sjómenn og eftirlitsmenn geta
gengið úr skugga um að viðkomandi hafi leyfi til að taka á móti
óslægðum afla um helgar á umræddu tímabili. Löndun óslægðs afla hjá
öðrum aðila en þeim sem fengið hafa staðfesta undanþágu, er óheimil og
á ábyrgð viðkomandi skipstjóra. |
Þeir sem hyggjast landa óslægðum fiski í sumar er bent á að mikilvægi kælingar er aldrei meira en yfir sumartímann. Strax eftir að fiskurinn drepst byrjar skemmdarferlið af völdum efnahvata og örvera sem eru í innyflum fisksins. Ef fiskurinn er ekki slægður fljótlega eftir að hann er innbyrtur er kæling gífurlega mikilvæg til að hægja á starfsemi þessara efnahvata og örvera. Við bestu aðstæður getur fiskur geymst nokkra daga með innyflum en sökum breytileika á samsetningu örvera í innyflum og átuinnihalds fisksins geta slíkar skemmdir komið fram á 1 2 dögum jafnvel þótt ísun sé eins og best verður á kosið. Sökum þessa eru ákvæði í reglugerð um að slægja skuli fisk sem veiddur er af dagróðrabátum innan 12 tíma frá því að honum er landað. Fisk sem veiddur er af skipum sem eru lengur úti til veiða en 24 stundir, skal alltaf slægja um borð.
Við slægingu verður að tryggja að allar innyflaleifar hafi verið fjarlægðar og að fiskurinn sé þvegin fyrir ísun. Þegar búið er að opna fiskinn og ekki staðið vel að slægingu er hætta á niðurbroti af völdum örvera.
Ítarefni