Fara í efni

Aukin fjárveiting til varnargirðinga

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Vegna nýlegra riðutilfella á Norðurlandi vestra og umræðu um takmarkað viðhald á varnarlínum fór Matvælastofnun þess á leit við Matvælaráðuneytið að auknu fé yrði varið til viðhalds varnarlína milli Miðfjarðarhólfs og Vesturlandshólfs. Var það auðsótt og fékkst aukafjárveiting til viðhalds á Hvammsfjarðar- og Tvídægrulínu, samtals 4,5 milljónir króna, til viðbótar því fé sem þegar hafði verið ákveðið að úthluta til viðhalds á þessum tveimur girðingum. Matvælastofnun fagnar því að auknum fjármunum sé veitt í sjúkdómsvarnir með þessum hætti.


Getum við bætt efni síðunnar?