Fara í efni

Auglýst eftir umsóknum um úreldingabætur í svínarækt

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Umsóknum um úreldingabætur skal skilað inn rafrænt undir eyðublaði 7.22 í þjónustugátt Matvælastofnunar eigi síðar en 25. september n.k., í samræmi við reglur um almennan stuðning við landbúnað (VIII. kafla).

Markmið stuðningsins er að hraða endurbótum í svínarækt til samræmis við kröfur um velferð svína.

Rétthafar úreldingabóta eru þeir framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðarinnar og hafa haldið gylltur á árunum 2014-2016.

Eftirfarandi fylgiskjöl skulu fylgja umsókn:

a. Upplýsingar um kvaðir og önnur eignarhöft á þeirri fasteign sem óskað er eftir að úrelda.
b. Samþykki leigusala, ef við á.
c. Samþykki sameigenda, ef við á.
d. Samþykki veðhafa, ef við á.
e. Staðfesting löggilts endurskoðanda á fjárhæðum skulda.
f. Staðfesting Matvælastofnunar um notkun hússins.


Getum við bætt efni síðunnar?