Fara í efni

Ársskýrsla RASFF 2011

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Ársskýrsla hraðviðvörunarkerfisins RASFF um hættuleg matvæli og fóður á markaði var birt 20. júlí sl. Skýrslan hefur að geyma stutta lýsingu á RASFF-kerfinu og starfsreglum þess, ásamt því að draga fram nokkrar helstu niðurstöður ársins. Árið 2011 einkenndist af tveimur stórum viðburðum er vörðuðu öryggi matvæla í heiminum. Jarðskjálftar í Japan olli því að matvæli frá Japan voru talin óörugg vegna hættu á geislavirkni. Í Þýskalandi veiktust fjölmargir af sýkingu sem reyndist svo vera EHEC frá spíruðum egyptskum grikkjasmárafræjum. Í báðum þessum tilvikum voru settar strangar innflutningshömlur með samevrópskum reglugerðum. 


Tilkynningar í gegnum viðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (Rapid Alert System for Food and Feed - RASFF) árið 2011 fóru í rúmlega 9000 á árinu sem er 7% fjölgun á milli ára og af þeim voru 617 mjög áríðandi tilkynningar. Flestar tilkynninga voru um matvæli frá Asíu og flestar tilkynningar voru um aflatoxín í fóðri og hnetum. Tilkynningar um örverumengun í ferskum kryddjurtum og grænmeti frá Asíu voru margar. Það voru 93 tilkynningar um innkallanir á efnum og hlutum í snertingu við matvæli frá Kína.

RASFF tilkynningar um innfluttar vörur til Íslands voru 17 þar af 5 sem Ísland tilkynnti inn í kerfið. Sjá nánar í starfsskýrslu Matvælastofnunar 2011.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?