Fara í efni

Ársskýrsla embættis Yfirdýralæknis fyrir árið 2004 komin út

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Ársskýrsla embættis yfirdýralæknis fyrir árið 2004 er nú komin út. Skýrslan, sem er 55 síður, er að þessu sinni prentuð í 130 eintökum og auk þess er hægt að sækja hana hérna á vefnum. Í skýrslunni er fjallað um starfsemi embættisins á síðastliðnu ári. 

Að venju er skýrslunni skipt í eftirfarandi kafla; starfsemi og skipulag, matvælaöryggi, heilbrigði dýra, dýravernd, inn- og útflutningur og fjármál. Auglýsingastofan Næst sá um hönnun kápunnar, prentun var í höndum prentsmiðjunnar Svansprent og Hrund Hólm hafði umsjón með útgáfu.
 


Getum við bætt efni síðunnar?