Ársskýrsla embættis Yfirdýralæknis fyrir árið 2004 komin út
Frétt -
26.05.2005
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Ársskýrsla embættis yfirdýralæknis fyrir árið 2004 er nú komin út. Skýrslan, sem er 55 síður, er að þessu sinni prentuð í 130 eintökum og auk þess er hægt að sækja hana hérna á vefnum. Í skýrslunni er fjallað um starfsemi embættisins á síðastliðnu ári.
Að venju er skýrslunni skipt í eftirfarandi kafla; starfsemi og skipulag, matvælaöryggi, heilbrigði dýra, dýravernd, inn- og útflutningur og fjármál. Auglýsingastofan Næst sá um hönnun kápunnar, prentun var í höndum prentsmiðjunnar Svansprent og Hrund Hólm hafði umsjón með útgáfu.