Fara í efni

Alsæla MDMA finnst í kampavínsflöskum í Hollandi og Þýskalandi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um tilvik þar sem innihaldi í Moét & Chandon Ice Imperia kampavínsflöskum (3ja lítra frá árinu 2017) var skipt út fyrir efnið MDMA (alsælu). Slíkar flöskur hafa fundist í Þýskalandi og Hollandi og voru þær pantaðar hjá óþekktri vefverslun. Sjö einstaklingar veiktust alvarlega og einn lést vegna þessa. Skv. upplýsingum á vef hollensku matvælastofnunarinnar liggur ekki fyrir hvernig efnið endaði í flöskunum en framleiðandi kampavínsins tilkynnti málið til stofnunarinnar. Að svo stöddu er óvíst hvort fleiri slíkar flöskur eru í umferð.

Matvælastofnun varar við þessu kampavíni sem þó er ekki til sölu á Íslandi. 

Ítarefni

Fréttatilkynning frá hollenskum yfirvöldum

 


Getum við bætt efni síðunnar?