Fara í efni

Allt eftirlit með dýravelferð til Matvælastofnunar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Með lögum nr. 157/2012 hefur Matvælastofnun tekið við hlutverki Umhverfisstofnunar varðandi eftirlit með framkvæmd laga nr. 15/1994 um dýravernd. Matvælastofnun mun því annast starfsemi dýraverndarráðs og sinna stjórnsýslu og eftirliti með dýravernd og vera atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra til ráðgjafar um málaflokkinn. Breyting þessi tók gildi um áramótin.

Með yfirfærslu á þessum verkefnum frá Umhverfisstofnun til Matvælastofnunar er ætlunin að eftirlit með dýravernd verði skilvirkara en verið hefur. Matvælastofnun sinnir nú þegar verkefnum sem snúa að heilbrigði dýra og eftirliti með velferð búfjár, en nú bætist við umfangsmikill málaflokkur sem varðar velferð gæludýra. Með fyrrnefndum lögum nr. 157/2012 hefur öllum verkefnum er varða velferð dýra því verið komið á eina hendi undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.


Getum við bætt efni síðunnar?