Fara í efni

Allir reikningar frá Matvælastofnun rafrænir frá 1. maí

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Frá og með 1. maí sl. eru allir reikningar frá Matvælastofnun rafrænir. Reikningar verða aðgengilegir í pósthólfinu á www.island.is.

Áfram er í boði að fá reikninga senda rafrænt í gegnum skeytaþjónustu. Þetta gildir um alla reikninga frá ríkissjóði og ríkisstofnunum og er markmiðið að lækka viðskiptakostnað allra aðila, nútímavæða viðskiptaumhverfi ríkisins með auknu framboði stafrænnar þjónustu og framfylgja umhverfissjónarmiðum.

Frekari upplýsingar fást á netfanginu innheimta@mast.is.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?