Fara í efni

Ákvörðun um skráningu vegna fiskeldis til Sæbýli rekstur ehf. í Grindavík

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um er að ræða landeldi á sæeyrum í lokuðu kerfi.

Sæbýli rekstur sótti um skráningu vegna 20 tonna hámarkslífmassa í matfiskeldi á sæeyrum (haliotis discus hannai og haliotis rufescens). Umsókn um skráningu var móttekin þann 28. desember 2021. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um skráningu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?