Fara í efni

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála staðfestir ákvörðun Matvælastofnunar í sjókvíaeldi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál uppkveðnum 29. mars 2023, var staðfest ákvörðun Matvælastofnunar frá 19. október 2022, um að endurnýja rekstrarleyfi fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaeldi í Fossfirði með 1.500 tonna hámarkslífmassa.


Í málinu var deilt um þá ákvörðun Matvælastofnunar að endurnýja rekstrarleyfi kæranda fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaeldi í Fossfirði með 1500 tonna hámarkslífmassa í stað 3000 tonna lífmassa sem kærandi krafðist, þar sem deilt var um ákvörðun framleiðsluheimildar við
endurnýjun rekstrarleyfis fiskeldis. Höfðu þar þýðingu breytingar á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi, sbr. lög nr. 101/2019, sem fólu í sér að rekstrarleyfi skyldu hafa að geyma fyrirmæli um stærð og framleiðskumagn fiskeldisstöðvar mælt í leyfilegum lífmassa, en áður var miðað við framleiðslumagn.

Úrskurðinn má sjá hér.


Þórður Heimir Sveinsson

Lögfræðingur 


Getum við bætt efni síðunnar?