Ákvörðun Matvælastofnunar felld úr gildi
Frétt -
26.10.2022
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Ákvörðun Matvælastofnunar frá 21. mars 2022 um að heimila ekki kynslóðaskipt eldi í sjókvíum í Trostansfirði á vegum Arctic Sea Farm hf., hefur verið felld úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Lagt hefur verið fyrir stofnunina að taka þann þátt rekstrarleyfis nr. FE-1159 fyrir aftur berist beiðni frá rekstrarleyfishafa þess efnis.