Áherslumiðað eftirlit í fiskvinnslum á öðrum ársfjórðungi 2009
Frétt -
16.04.2009
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
![]() |
Áherslumiðað eftirlit með fiskvinnslufyrirtækjum hófst í
byrjun þessa árs. Á fyrsta ársfjórðungi ársins beindu skoðunarstofurnar
eftirlitinu sérstaklega að meðhöndlun hráefnis og vöru í vinnslu annars
vegar og umgengni hins vegar. Á öðrum ársfjórðungi mun áhersla í skoðunum innan fiskvinnslufyrirtækja beinast sérstaklega að ástandi vinnsluhúsnæðis og umhverfis annars vegar og hins vegar að aðskilnaði milli hreinna og óhreinna svæða. Þrátt fyrir að áhersla sé á tiltekna þætti í ársfjórðungslegu eftirliti skoðunarstofanna munu þær ávallt fylgjast með virkni innra eftirlits, hreinlæti og þrifum sem og að fylgja eftir fyrri athugasemdum. |
Sérstakur gátlisti hefur verið settur upp vegna eftirlits á 2. ársfjórðungi og er hann ætlaður sem hjálpartæki fyrir skoðunarmenn. Framleiðendur eru hvattir til að kynna sér þennan gátlista ásamt leiðbeiningum sem sendar hafa verið til skoðunarstofanna.
Ítarefni